Mikilvægur fræðsluþáttur í skógræktarstarfinu

Kennarar og nemendur í smíðadeild Tækniskólans komu saman í Öskju­hlíð í Reykjavík á góðum degi nú í mars­mánuði til að sjá hvar og hvern­ig viður verður til og hvaða áhrif að­stæður hafa á gæði viðarins. 

Ólafur Oddsson færðslufulltrúi Skóg­ræktarinnar og Björn Júlíusson, verk­efnisstjóri á umhverfissviði Reykja­vík­u­rborgar, tóku á móti bekkjunum í Öskjuhlíð þar sem nemendur kvist­uðu upp greni og furu og tálguðu síðan víðigreinar í skólanum og lærðu að kljúfa litla bolviðardrumba úr selju og ösp.

Fræðsla sem þessi er mikilvægur þáttur í skógræktarstarfinu á Íslandi og skiptir æ meira máli eftir því sem skógarnir vaxa upp og skógarnytjar aukast. Meðfylgjandi myndir tók Ólafur Oddsson í Öskju­hlíðinni og þær segja meira en mörg orð.









Texti: Ólafur Oddsson og Pétur Halldórsson
Myndir: Ólafur Oddsson