Rótarsveppurinn Phytophtora cactorum hefur fundist í trjáplöntum í gróðrarstöð hérlendis. Tegund þessi er þekktur skaðvaldur í eplarækt en getur lagst á fleiri tegundir. Lítil hætta er þó talin á því að hún valdi skaða úti í náttúrunni en þó verður reynt að tryggja að hún breiðist ekki út frá gróðrarstöðvum. Nauðsynlegt þykir að reglugerð frá 1990 um innflutning plantna verði endurskoðuð.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, þáði ásamt nokkrum þingmönnum boð Landssamtaka skógareigenda, Skógræktarinnar og Skógræktarfélags Íslands um skógarsúpu í tilefni af alþjóðlegum degi skóga sem var í gær. Ráðherra fékk að gjöf forláta geispu sem hvatningu til góðra verka í skógræktarmálum.
Hlutfallslega binda íslenskir skógar álíka mikið af losun landsmanna og skógar Sviss, Austurríkis, Þýskalands og Tékklands binda af losun þessara landa. Stærstur hluti þessarar bindingar hérlendis verður í skógum sem ræktaðir hafa verið frá árinu 1990. Þetta sýnir hversu miklum árangri má ná á fremur stuttum tíma.
Skógrækt og sjálfbærar borgir er þema alþjóðlegs dags skóga 2018 hjá Sameinuðu þjóðunum. Skógræktin hefur gert myndband í tilefni dagsins þar sem tíundaðir eru kostir þess og mikilvægi að rækta tré í þéttbýli og gera umhverfið heilsusamlegra og búsældarlegra.
Opinn fræðslufundur um möguleikana sem felast í skógrækt og endurheimt rofins þurrlendis verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 21. mars. Jafnframt kynna ungir bændur umhverfisáherslur sínar.