Auðlindanýting telst ekki sjálfbær nema hún uppfyllir kröfur um hagræna, umhverfislega og félagslega þætti. Sjálfbærni fjallar um aðferðir við nýtingu auðlinda. Gróður- og jarðvegsauðlind Íslands hefur rýrnað svo mjög að hana þarf að endurheimta áður en hægt er að tala um sjálfbæra nýtingu hennar. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur ritað tvær greinar í Bændablaðið að undanförnu til að verja orð Árna Bragasonar landgræðslustjóra um ósjálfbæra landnýtingu sem birst hafa að undanförnu, meðal annars í Bændablaðinu
Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög verður haldið á Egilsstöðum og Hallormsstað 6.-8. júní. Námskeiðið er öllum opið og skráningarfrestur er til 30. maí.
Þær aðferðir sem notaðar eru við skógmælingar á Íslandi voru meðal þess sem sjá mátti á afmælisráðstefnu norsku skógarúttektarinnar sem fagnar aldarafmæli sínu á þessu ári. Norðmenn urðu fyrstir þjóða til þess að hefja reglubundnar mælingar á öllum skógum sínum árið 1919
Skógarbændur á Hjalla í Reykjadal Suður-Þingeyjarsýslu hafa dreifplantað sitkabastarði og alaskaösp í plöstuð beð og alið upp í næga hæð til að trén megi gróðursetja í mjög grasgefnu landi. Með réttum aðferðum má ná góðum árangri á slíkum svæðum.
Skógræktin lenti í fimmta sæti í flokki stórra stofanana á vegum ríkisins í mati Sameykis á stofnun ársins 2019 og hlýtur því sæmdartitilinn fyrirmyndarstofnun 2019. Stofnunin er framarlega í öllum atriðum sem metin voru nema einna helst í því sem snertir launakjör.