Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur útnefnt nemendur í Ártúnsskóla í Reykjavík varðliða umhverfisins 2019 ásamt nemendum úr Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Ártúnsskóli hefur nýtt grenndarskóg sinn til útikennslu á eftirbreytniverðan hátt og nýlega komu nemendur skólans fram í myndskeiðum sem unnin voru í samstarfi við Skógræktina og Krakkarúv í tilefni af alþjólegum degi skóga.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður dagsnámskeið í maí þar sem farið verður yfir það hvaða áætlanir eru háðar umhverfismati áætlana og hvaða ferli slíkar áætlanir skuli fylgja. Jafnframt verður farið yfir innihald umhverfisskýrslna sem fylgja slíkum áætlunum.