Þessa dagana stendur yfir námskeið á Reykjum í Ölfusi þar sem fólk frá sjö Evrópulöndum lærir að tálga í tré. Námskeiðið nýtur styrks frá Leonardo-áætlun Evrópusambandsins og kallast á ensku „Teach Me Wood“.
Sjálfboðaliðar frá samtökunum Þórsmörk Trail Volunteers eru meðal vorboðanna ár hvert og undanfarna daga hefur fyrsti sjálfboðaliðahópur sumarsins verið að störfum við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Fram undan eru viðhalds- og uppbyggingarverkefni á Þórsmörk og Laugaveginum, gönguleiðinni upp í Landmannalaugar.
Tilbúinn skógur veitir hreinu lofti inn í sýningarskála Austurríkis á World Expo 2015 heimssýningunni í Mílanó sem hefst 1. maí og stendur til októberloka. Orka fyrir skálann er framleidd með nýjustu sólarorkutækni og skógurinn gefur afurðir sem matreiddar verða á veitingastað í skálanum. Skálinn gefur hugmynd um hvernig nýta má tré og annan gróður til að bæta lífsskilyrði fólks í þéttbýli framtíðarinnar.
Skógræktarfólk víða um land tók alþjóðlegri áskorun um gróðursetningu á degi jarðar 22. apríl og lagði þar með sitt að mörkum til að vekja athygli á mikilvægi skógræktar fyrir náttúru jarðarinnar og framtíð lífs á jörðinni. Vel viðraði til útplöntunar um allt land.
Á degi jarðar er fólk um allan heim hvatt til að íhuga eyðingu skóglendis í heiminum. Um helmingur alls skóglendis á jörðinni hefur horfið undanfarna öld og enn er sorfið að regnskógunum. Í áhrifaríku myndbandi bandaríska rapparans og aðgerðarsinnans Prince Ea er hugleitt hvernig það væri ef ekki væri lengur talað um Amason-regnskóginn heldur Amason-eyðimörkina.