Birkið í Vaglaskógi er farið að bruma og þá er rétti tíminn til að tappa hinum meinholla birkisafa af trjánum. Settur hefur verið aftöppunarbúnaður á 40 tré í skóginum og gefa trén nú þegar tugi lítra á hverjum degi. Við fylgdumst með þegar Benjamín Örn Davíðsson aðstoðarskógarvörður tæmdi úr fötunum í gær.
Dagur jarðar er á miðvikudaginn kemur, 22. apríl. Jarðarbúar eru hvattir til þess að gróðursetja á þessum degi eina trjáplöntu af tegund sem hentar skilyrðum á hverjum stað. Snemmbúið vorið á Íslandi gerir okkur kleift að taka þátt í þessum viðburði um allt land. Hvernig væri það?
Sjálfboðaliðahópur frá samtökunum SEEDS heimsótti Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, í gær og tók til hendinni. Ungmennin hjálpuðu starfsfólki Mógilsár við umhirðu á skóginum og fengu líka svolitla fræðslu um starfsemina.
Ný og uppfærð útgáfa kortlagningarlykils fyrir grunngagnasöfnun við gerð ræktunaráætlana í skógrækt er komin út í Riti Mógilsár, tölublaði 33/2015. Lykillinn er tæki til að meta ástand og frjósemi lands og skipuleggja það til skógræktar.
Dr. Robin Sen, sérfræðingur í virkni vistkerfa og örverum, flytur fimmtudaginn 16. apríl fræðsluerindi um örverurannsóknir og endurhæfingu votlendis í Southern Pennies í Bretlandi. Erindið er öllum opið og verður flutt í sal 301, Sauðafelli, í húsi Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti í Reykjavík.