Svo virðist sem hafarnarpar sé nú að undirbúa varp í grenitré í skóginum á Tumastöðum í Fljótshlíð. Ekki er vitað til þess að hafernir hafi áður orpið í trjám á Íslandi en tré eru hefðbundnir varpstaðir tegundarinnar erlendis. Sett hefur verið upp vefmyndavél svo fólk geti fylgst með varpinu.