Undanfarnar vikur hefur fjöldi erlendra sjálfboðaliða starfað að stígaviðhaldi á Þórsmörk og Goðalandi. Nú þegar hafa hóparnir skilað rúmlega 100 vikna vinnu, eða tveimur ársverkum og lokið við yfirferð á nokkrum fjölförnustu köflum á Þórsmerkursvæðinu.