Af grenitegundum hefur best gengið að rækta sitkagreni hérlendis en eins og ýmsar amerískar tegundir hefur sitkagrenið mikla útbreiðslu. Skógræktarfólk af Héraði sá haustið 2013 sitkagreni þar sem það vex hvað syðst í norðanverðri Kaliforníu.
Nýráðinn skógarvörður á Vöglum ætlaði sér aldrei að feta í fótspor föður síns en er nú kominn í embættið samt sem áður og er fullur eldmóðs. Fram undan er mikil grisjun í norðlenskum skógum en sömuleiðis þarf að huga að betri aðstöðu fyrir gesti skógarins sem væntanlega fjölgar að mun með Vaðlaheiðargöngum. Rætt var við Rúnar Ísleifsson í bæjarblaðinu Vikudegi á Akureyri 30. apríl.
Sýnt hefur verið fram á að afrakstur af hefðbundnum landbúnaðargreinum, akuryrkju og kvikfjárrækt, eykst stórlega ef skógrækt er fléttað inn í starfsemina. Ekki er ástæða til að ætla annað en þetta gildi á Íslandi eins og annars staðar. Í Evrópu starfa sérstök samtök sem stuðla að því að tré verði meira notuð á bændabýlum og að bithagar búpenings auðgaðir með trjám.
Þjóðskógarnir koma þokkalega undan vetri en nokkurt snjóbrot hefur orðið á Norðurlandi, einkum á ungu birki. Talsverður roði sést á barrtrjám sunnanlands eftir norðan skaraveður.
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi þar sem skorað er á stjórnvöld að stórauka skógrækt hér á landi. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar segir koma til greina að beita skattaívilnunum til að fá lífeyrissjóði, fjárfestingarsjóði og einstaklinga til að fjárfesta í skógrækt hér á landi.