Nemi í matvælafræði á líftæknisviði við Háskóla Íslands vinnur nú að meistaraverkefni þar sem hann hugar að framleiðslu á andoxunarefninu resveratróli úr íslenskum greniberki. Mest er af efninu í plöntum sem sýktar eru af bakteríum eða sveppum.
Strandrauðviður (Sequoia sempervirens) er hæsta tré veraldar, það hæsta 116 metrar. Heimkynni hans eru á fremur litlu svæði nálægt ströndinni í norðanverðri Kaliforníu. Eins og önnur risatré var hann mikið höggvinn á fyrrihluta 20. aldar og því finnast lundir gamalla trjáa nú aðeins á fáum stöðum, sem allir eru friðaðir.
Guðrún Gísladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Wahlberg-gullorðu sænska mann- og landfræðifélagsins SSAG fyrir framlag sitt til vísinda og rannsóknir á landeyðingu og hnignun lands. Svíakonungur afhenti orðuna.
Kínverjar hrundu um aldamótin af stað mesta skógræktarverkefni sem sögur fara af í heiminum. Með því vilja þeir sporna við landeyðingu, flóðum og fleiri umhverfisógnum. Markmiðið er að ríflega 40% lands í Kína verði þakin skógi en nú þegar fullyrða kínversk stjórnvöld að skógarþekjan sé orðin um 20%.
Þegar lítið er um veruleg kuldaköst á vetrum lifir sitkalúsin betur af og stofnar hennar geta orðið mjög stórir á vorin. Fjallað var um sitkalúsina í fréttum Sjónvarpsins 14. apríl.