Tré binda koltvísýring en hreinsa líka ýmis fleiri efni úr andrúmsloftinu og gera þannig loftið í bæjum og borgum heilnæmara. Þar sem tré eru við umferðargötur geta þau dregið úr svifryki í lofti um allt að sextíu prósent.
Í mælinga- og sýnatökuferð sem farin var á Markarfljótsaura í byrjun apríl var safnað gögnum sem sýna meðal annars hvernig trjágróður fór út úr ertyyglufaraldrinum mikla sumarið 2012.
Nemendur á öðru ári búfræði heimsóttu Skógrækt ríkisins í Skorradal á dögunum, skoðuðu skóginn, trjásafnið og viðarvinnsluna. Heimsóknin var liður í námsáfanganum Nytjaskógrækt.
Góður árangur af ræktun birkiyrkisins Emblu breytir viðhorfum til ræktunar birkis í skógi og þéttbýli. Nýtt yrki, Kofoed, er komið á markað og hvítstofna, rauðblaða birki er í sjónmáli. Þorsteinn Tómasson heldur erindi um þetta í sal Garðyrkjufélags Íslands fimmtudaginn 10. apríl kl. 17.
Borgaryfirvöldum í Óslóarborg þykir dýrt og flókið að gefa Reykvíkingum jólatré á Austurvöll og umhverfisáhrifin mikil. Auk þess séu vaxin upp myndarleg tré í íslenskum skógum. Það má túlka sem viðurkenningu á íslenskri skógrækt.