Skoðuðu skóginn, trjásafnið og viðarvinnsluna

Nemendur á öðru ári búfræði heimsóttu Skógrækt ríkisins í Skorradal á dögunum. Heimsóknin var liður í námsáfanganum Nytjaskógrækt. Gengið var um Stálpastaðaskóg og skógurinn skoðaður auk trjásafnsins. Síðan var farið í starfstöð Vesturlandsdeildar í Hvammi og viðarvinnslan þar skoðuð og velt upp möguleikum á notkun og vinslu skógarafurða. 

Á meðfylgjandi mynd sést hópurinn og í baksýn skógarlundur í Hvammi. Kennari í þessum áfanga er skógarvörðurinn á Vesturlandi, Valdimar Reynisson.