Fjallað verður um fjárhagsáætlanir fyrir jólatrjáaræktun en líka formun jólatrjáa, umhirðu og klippingu á þemadegi um ræktun jólatrjáa sem haldinn verður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk 10. apríl. Skráning til 8. apríl.
Þorlákshafnarsandur er að miklu leyti eyðimörk á láglendi en þar væri hægt að rækta skóg og hafa af honum tekjur sem kæmu þjóðarbúinu vel. Sandurinn er með mildustu og úrkomusömustu svæðum á landinu.
Starfsfólk Skógræktarinnar og Norðurlandsskóga kom saman í Vaglaskógi í gær, 31. mars, til að heiðra Sigurð Skúlason á síðasta vinnudegi hans sem skógarvarðar á Norðurlandi. Sigurður hefur starfað á Vöglum í 27 ár.
Málþing um kynbætur á yndisplöntum fyrir Ísland verður haldið á föstudag, 4. apríl, í sal Garðyrkjufélags Íslands við Síðumúla 1 í Reykjavík. Rætt verður um árangur af kynbótum hingað til ög möguleikana sem fyrir hendi eru.
Mikilvægt er að stöðugt sé unnið að kynbótum í skógrækt svo fá megi fram yrki með góða mótstöðu gegn plöntusjúkdómum. Nýlega birtist grein eftir íslenska vísindamenn í evrópsku tímariti um plöntumeinafræði.