Þess er vænst að mælingar sem nú fara fram á öndun jarðvegs í ungum og eldri skógum bæti gögn um kolefnisbúskap skóganna og þar með vitneskju um hlutdeild jarðvegsins í kolefnisbindingu íslenskra skóga. Mælingarnar fara fram í bæði birki- og greniskógum.
Matvælaráðherra hefur gefið út fyrstu sameinuðu stefnuna í landgræðslu og skógrækt auk aðgerðaáætlunar. Yfirskrift hennar er Land og líf og þar er sett fram landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt með framtíðarsýn til ársins 2031. Aðgerðaáætlunin nær fram til ársins 2026.
Mælingu á síðustu mæliflötum Íslenskrar skógarúttektar lauk í gær, mánudaginn 29. ágúst. Alls voru teknir út 305 mælifletir þetta árið, þar á meðal 74 jaðarfletir sem settir voru upp til rannsókna á sjálfsáningu trjátegunda.
TTS-herfing er væg aðferð við jarðvinnslu til skógræktar miðað við aðrar aðferðir sem völ er á. Sárin gróa fljótt og jarðvinnslan eykur lífslíkur trjánna, flýtir fyrir vexti þeirra og þar með þeim árangri sem vænst er af viðkomandi skógræktarverkefni. Ljósmyndir af skógræktarsvæðum sem unnin hafa verið með TTS-herfi sýna að ummerkin eru fljót að hverfa.
Út er komið 47. tölublaðið af Riti Mógilsár með útdráttum og smágreinum höfunda sem fluttu erindi eða sýndu veggspjöld á ráðstefnunni. Rit Mógilsár er vettvangur fyrir fræðilegt efni frá sérfræðingum Skógræktarinnar og samstarfsfólki þeirra og hefur komið út frá árinu 2000. Eldri rit frá Mógilsá hafa nú verið skönnuð og birt á vef Skógræktarinnar einnig.