Finnar hafa á undanförnum árum gert breytingar á stefnu, lagaumhvefi og stofnunum í finnska skógargeiranum. Starfsfólk úr finnska landbúnaðar- og skógræktarráðuneytinu kynnti í vikunni norrænum kollegum helstu breytingar sem gerðar hafa verið á síðustu árum. Íslendingar geta margt lært af nágrannaþjóðum sínum sem aukið hafa skógarþekju sína og byggt upp sjálfbæran timburiðnað.
Nemendur grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyri og elstu nemendur í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri komu í árlega heimsókn skóginn í Skorradal í gær til að velja og fella jólatré fyrir skólana sína.
Brynjar Skúlason, sérfræðingur í trjákynbótum, verður aðalfulltrúi Íslands í samstarfi Evrópulanda um vernd og nýtingu erfðaauðlinda skóga, Euforgen. Þar með tekur Ísland á ný þátt í þessu samstarfi eftir nokkurra ára hlé.
Lupinus mutabilis er einær lúpínutegund frá Suður-Ameríku sem notuð hefur verið lengi í Andesfjöllunum til ræktunar fóðurs og matvæla. Landgræðslan tekur nú þátt í evrópsku þróunarverkefni þar sem kannað verður hvernig vinna má olíu, prótein og fóður úr lúpínunni eða nota hana til orkuframleiðslu. Hérlendis verður athugað hvort tegundin getur vaxið á rýru landi og nýst til uppgræðslu eða fóðurframleiðslu.
Í erindi sem Guðmundur Halldórsson, rannsóknastjóri Landgræðslunnar, flytur í dag á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar verður fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á smádýr sem lifa á trjám og öðrum gróðri sem notaður er í skógrækt hér á landi.