Gott að hafa einn á undan til að finna réttu leiðina.
Gott að hafa einn á undan til að finna réttu leiðina.

Árleg heimsókn í Skorradalinn

Nemendur grunnskóla Borgarfjarðar Hvanneyri og elstu nemendur í leikskólanum Andabæ á Hvanneyri komu í heimsókn í Skorradalinn í gær til að velja og fella jólatré fyrir skólana sína.

Þetta er árlegur viðburður og alltaf jafngaman að taka á móti krökkunum. Krakkarnir saga sjálf niður trén og koma þeim út í rútu. Þau eru mjög dugleg í þessum verkum og gefa ekkert eftir. Að sjálfsögðu er mikið sungið af jólalögum á meðan.



Texti og myndir: Valdimar Reynisson