Í skemmtilegu myndbandi frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur er sögð sagan af því þegar Dagur B. Eggertsson kom í Norðmannalund í Heiðmörk til að fella Óslóartréð svokallaða, tréð sem Óslóarborg gefur Reykjavíkurborg og nú stendur ljósum prýtt á Austurvelli. Hlynur Gauti Sigurðsson gerði myndbandið.
Rannsaka þarf betur áhrif þess að bleyta aftur upp í framræstu landi svo aðferðin teljist gild í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Vakta þarf svæði sem bleytt hefur verið í svo mögulegt sé að telja fram árangurinn í loftslagsbókhaldinu. Á þetta benda þeir Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í viðtali við Mbl.is.
Náttúrufar í norðvestanverðu Rússlandi, skógarnir þar og mannlífið, er viðfangsefni dr Páls Sigurðssonar, skógfræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í fræðsluerindi sem hann flytur á Hvanneyri mánudaginn 28. nóvember kl. 16.
Bakteríur sem einangraðar hafa verið úr aspartrjám hafa sýnt hæfileika til að tillífa nitur. Þessar bakteríur hafa verið fluttar í aðrar plöntutegundir, þar á meðal degli, þar sem þær hafa sýnt sömu virkni. Ekki er útilokað að slíkar bakteríur geti gert öspum á Íslandi ýmislegt gagn, til dæmis aukið vöxt þeirra og þurrkþol.
Skálamelur ofan Húsavíkur hefur breytt um ásýnd. Þar sem áður var örsnautt land er nú gróskumikill víðiteigur með reyniviði sem líklega hefur borist með skógarþröstum. Í lúpínunni hefur trjágróðurinn vaxið og dafnað og mikil breyting orðið á aldarfjórðungi.