Námskeið í húsgagnagerð var haldið um helgina á Snæfoksstöðum í Grímsnesi á vegum Lbhí og Skógræktarinnar. Þar lærðu þátttakendur að nota efni sem til fellur við grisjun skógarins til að smíða húsgögn og ýmsa nytjahluti. Tuttugu námskeið af þessum toga hafa verið haldin vítt og breitt um landið og um 300 manns sótt þau.
„Með þekkingu ræktum við skóg“ er yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar 2017, sem jafnframt verður 50 ára afmælisráðstefna Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 23.-24. mars 2017.
Skógarreiti með blönduðum tegundum má skipuleggja og rækta með margvísleg samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg markmið í huga. Slíkir skógar geta veitt mikilvæga vistkerfisþjónustu, stuðlað að verndun náttúruskóga og um leið bundið umtalsverðan hluta af því kolefni sem mannkynið losar út í andrúmsloftið með athöfnum sínum. En þeir veita líka möguleika á ræktun verðmætra afurða og aukinni heildarframleiðslu skógarreita.
Forest Education Changing to Reflect Times PDF for download
Mestu skiptir að höggva rauðgrenið rétt fyrir jól og meðhöndla það rétt svo það haldi barrinu vel heima í stofu. Þetta segir Anna Guðmundsdóttir í Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit sem telur að auka megi vinsældir rauðgrenis á ný hjá kaupendum jólatrjáa. Í haust voru haldnir skógardagar í Reykhúsum þar sem fólk gat komið og valið sér jólatré sem felld verða rétt fyrir jól og borin út til kaupendanna.