Í Vallanesi á Héraði er að verða tilbúið fyrsta húsið sem vitað er til að sé reist eingöngu úr íslensku timbri. Í húsið eru aðallega notaðar aspir sem uxu í Vallanesi en einnig lerki og greni. Sami efniviðurinn er notaður í innréttingar og húsgögn.
Ráðstefna um endurnýtingu fosfórs í landbúnaði,  Malmö 27.-28. okt. 2016 Fyrst, aðeins um fosfór: Fosfór er lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir allar lífverur. Án fosfórs, ekkert DNA, ekkert líf. Fosfór er því einstakt næringarefni. Það er nóg...
Mótmæli tveggja ellefu ára stúlkna urðu til þess að tryggja framtíð skóglendis í Grafarholti í Reykjavík. Trjálundurinn Sæmundarsel við Reynisvatn verður nú felldur út sem mögulegt byggingarland og fær því væntanlega að þjóna íbúnum, meðal annars sem útikennslustofa skólabarna.
Fjórða starfsári sjálfboðaliðasamtakanna Þórsmörk Trail Volunteers er nú lokið. Árangur starfsins á liðnu sumri var mjög góður. Vinnuframlag sjálfboðaliðanna nemur um 250 vinnuvikum. Skráning sjálfboðaliða fyrir næsta ár hefst 15. desember.
Hreinn Óskarsson flytur þriðjudagskvöldið 8. nóvember erindi í sal Garðyrkjufélags Íslands um áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar. Hann lýsir því hvernig birki lifir öskufall af og lýsir aðferðum við skóggræðslu á örfoka landi í grennd við Heklu.