Að því er spurt í aðsendri grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins hvort tækifæri felist í kolefnisbindingu. Þar kemur fram að nú sé unnið að fýsileikagreiningu kolefnisbindingar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit sem lið í samstarfsverkefni þessara sveitarfélaga, Nýsköpun í norðri. Gera megi ráð fyrir að út frá landkostum og hóflegri nýtingu lands til bindingar megi binda árlega 300-500 þúsund tonn af koltvísýringi á ári í þessum tveimur sveitarfélögum. Sá markaður sem nú er að myndast í heiminum fyrir kaup og sölu kolefniseininga feli í sér tækifæri fyrir íslenska bændur og aðra landeigendur.
Notendur rafræns dagatals Skógræktarinnar geta í dag skipt um skjámynd á tölvum sínum og sett inn dagatal febrúarmánaðar. Á því er ljósmynd Atla Arnarsonar ljósmyndara af físisvepp.
Nokkrar gerðir af rafknúnum pallbílum með fjórhjóladrifi eru nú í þróun og væntanlegir á markað á næstu misserum. Fátt bendir til þess að tengiltvinnbílar verði millistig í orkuskiptum pallbíla því framleiðendur leggja nú áherslu á hreina rafbíla í þessum bílaflokki. Búast má við því að á síðari hluta þessa árs og því næsta verði fyrstu rafknúnu palljepparnir komnir á markað í Bandaríkjunum þar sem er stærsti markaðurinn fyrir þessa tegund farartækja.
Vorið 2021 býður Vinnuverndarskóli Íslands breitt úrval námskeiða á sviði vinnuverndar. Þetta verða bæði opin fjarnámskeið sem nemendur geta hafið hvenær sem er og ástundað á eigin hraða sem og námskeið með vinnustofu sem bjóða upp á að dýpka skilninginn með lifandi umræðum og endurgjöf leiðbeinanda.
Í myndbandi frá samtökunum One Tree Planted er útskýrt á einfaldan og skýran hátt hvað átt er við með nýskógrækt. Í allrastystu máli er þetta skógrækt á skóglausu landi. Þarna er nýskógrækt skipt í þrjá meginflokka eftir meðferð skógarins, skóg sem ætlað er að endurnýjast náttúrlega, nytjaskóg og loks landbúnaðarskóg sem styður við aðra ræktun. Samtökin One Tree Planet fjármagna nú nytjaskógræktarverkefni í Breiðdal og hafa áhuga á fleiri verkefnum hérlendis.