Auglýst hefur verið eftir umsóknum um sjálfboðastörf á Þórsmerkursvæðinu í sumar. Sjálfboðaliðar dvelja allt að ellefu vikum á Þórsmörk á komandi sumri. Með því að lengja dvalartíma sjálfboðaliða hefur tekist að fækka flugferðum vegna sjálfboðaliðanna. Að auki gróðursetja þeir tré í þjóðskógum Suðurlands til að stuðla að bindingu á móti losun vegna ferðalaga sinna.