Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til ellefta umhverfisþings föstudaginn 9. nóvember. Meðal fyrirlesara verða nigel Dudley, ráðgjafi hjá IUCN, Lizzie Watts frá þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Chris Burkard útivistarljósmyndari.
Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, auglýsir eftir gagnasérfræðingi til starfa við deild loftslagsbreytinga. Óskað er eftir starfsmanni með þekkingu og reynslu af uppbyggingu og umsjón gagnagrunna. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember.
Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og sviðstjóri hjá Skógræktinni, flytur erindi um 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands miðvikudaginn 31. október kl. 15.15.
Umhverfis- og auðlindaráðherra mælti á Alþingi í gærkvöld fyrir nýjum lögum um skóga og skógrækt. Almennur stuðningur var við málið meðal þeirra þingmanna sem til máls tóku um frumvarpið. Nokkur umræða varð um áhrif laganna á eignarrétt, stofnanabyggingu ríkisins í auðlindanýtingu á landi og fleira. Ráðherra vonar að málið verði afgreitt frá þinginu fyrir áramót.
Sölufélag garðyrkjumanna hefur gert samning við Kolvið um skógrækt til bindingar þess kolefnis sem losnar við flutninga á vörum grænmetisbænda alla leið í verslanir. Markmiðið er að grænt verði enn grænna og kolefnisfótspor grænmetisins verði jafnað að fullu.