Frá umhverfisþingi 2017
Frá umhverfisþingi 2017

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, boðar til ellefta umhverfisþings föstudaginn 9. nóvember. Starfsfólki stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er boðið að taka þátt í þinginu.

Grunnstef þingsins verður ný hugsun í náttúruvernd og tækifæri í friðlýsingum. Á dagskrá eru m.a. kynning á nýrri rannsókn á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða, rætt verður um tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar auk þess sem áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands verða skoðuð frá ólíkum sjónarhornum.

Á meðal þeirra sem flytja erindi á þinginu eru Nigel Dudley sem er ráðgjafi hjá IUCN, Lizzie Watts frá Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna og Chris Burkard útivistarljósmyndari.

Þingið stendur frá kl. 13–17 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig eigi síðar en 6. nóvember nk. í á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þar má einnig finna dagskrá þingsins í heild.