Hreinn Óskarsson, sviðstjóri hjá Skógræktinni, segir að skemmdir á trjágróðri í Þjórsárdal vegna heræfinga NATO um helgina séu minni en búast hefði mátt við af lýsingum. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins ætlar að sjá til þess að skemmdir verði bættar og Hreinn vonast til að utanríkisráðherra komi til gróðursetningar á Hekluskógasvæðinu í vor.
Dreift hefur verið á Alþingi frumvarpi að nýjum lögum um skóga og skógrækt. Frumvarpið er í meginatriðum samhljóða því frumvarpi sem kynnt var og tekið til umræðu á síðasta ári en dagaði uppi vegna stjórnarslita og kosninga. Gert er ráð fyrir því að umhverfis- og auðlindaráðherra mæli fyrir frumvarpinu í næstu viku og það verði tekið til fyrstu umræðu.
Skógræktin heldur um þessar mundir samráðsfundi með félögum skógarbænda í öllum landshlutum. Tilefnið er væntanleg aukning framlaga til kolefnisbindingar með skógrækt ía aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Hugur var í skógarbændum á fyrsta fundinum sem haldinn var í Borgarnesi í gær.
Finnar hafa lengi verið þekktir fyrir ræktun sína á fallegu birki til iðnaðarnota, ekki síst í krossvið. Til að auka gæði og vaxtarþrótt birkisins sem ætlað er til gróðursetningar er notast við sérstakt kynbætt úrvalsbirki. Framleiðsla fræsins fer fram í gróðurhúsum.
Á skógræktarráðstefnu NordGen sem haldin var fyrir skömmu í Helsinki var fjallað um þróun tækni og aðferða við plöntuframleiðslu svo sem vefjarækt og nýja lýsingartækni. Fræðst var um sáningu furu beint í skógræktarsvæði sem gæti verið áhugaverður kostur í skógrækt á Íslandi.