Ljósmynd: Pétur Halldórsson
Ljósmynd: Pétur Halldórsson

Gagnasérfræðingur

Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, auglýsir eftir gagnasérfræðingi til starfa við deild loftslagsbreytinga

Mógilsá hefur síðustu áratugi séð um bókhald gróðurhúsalofttegunda vegna skóga og skógræktar í gegnum verkefnið Íslenska skógarúttekt. Til að styðja við bókhald gróðurhúsalofttegunda hafa verið gerðar úttektir á skógum á Íslandi sem hófust með landsskógaúttekt en þar er gögnum safnað samfellt með árlegum vettvangsúttektum um land allt.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Uppbygging og umsjón með gagnagrunnum deildarinnar, s.s. gagnagrunni landsskógaúttektar og gagnagrunni bindingar og losunar gróðurhúsalofttegunda vegna skóga og skógræktar
  • Forritun á gagnavinnsluferlum
  • Spálíkanagerð, s.s. aðlögun á þekktum kolefnisforðalíkönum 
  • Þátttaka í vettvangsúttektum og -mælingum, s.s við árlega landskógarúttekt


Hæfniskröfur 

  • Háskólamenntun (t.d. tölvunarfræði, stærðfræði eða verkfræði) eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á og reynsla af uppbyggingu og umsjón gagnagrunna
  • Þekking og reynsla á forritun
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð kunnátta í ensku vegna erlendra samskipta


Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2018. Gert er ráð fyrir að starfsmaður hefji störf í byrjun árs 2019. Laun verða í samræmi við samninga viðkomandi stéttarfélags og ríkisins.
Rannsóknasvið Skógræktarinnar er staðsett á Mógilsá, Reykjavík og æskilegt er að starfsmaður verði með starfstöð þar.

Umsóknir, ásamt ferilskrá, sendist á netfangið bjorg@skogur.is eða í pósti merkt:

Skógræktin
b/t mannauðsstjóra
Miðvangi 2-4
700 Egilsstaðir
Umsókn: gagnasérfræðingur

Upplýsingar um starfið veita Edda Sigurdís Oddsdóttir (edda@skogur.is), sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar, og Arnór Snorrason (arnor@skogur.is), sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar.