Skógur á Þórsmörk var að miklu leyti horfinn þegar Skógræktin tók við svæðinu. Nú þegar hátt í heil …
Skógur á Þórsmörk var að miklu leyti horfinn þegar Skógræktin tók við svæðinu. Nú þegar hátt í heil öld er liðin hafa þeir breiðst mjög mikið út á ný. Ljósmynd: Hreinn Óskarsson

Hreinn Óskarsson

Hreinn Óskarsson, skógfræðingur og sviðstjóri hjá Skógræktinni, flytur erindi um100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands miðvikudaginn 31. október. Meðhöfundur hans að erindinu er Björn Traustason, landfræðingur hjá Skógræktinni.

Skógræktin hefur haft Þórsmörk og Goðaland til umsjónar frá árinu 1920. Bændur í Fljótshlíð og kirkjurnar í Odda og Breiðabólstað afsöluðu sér þar með beitarrétti á svæðinu. Svæðið var áður fyrr þakið birkiskógum en eftir aldalanga beit og skógarhögg voru skógar á svæðinu nær horfnir.

Eftir nærri aldarlanga umsjá Skógræktarinnar hefur flatarmál birkiskóga margfaldast á svæðinu og hafa skógarnir hækkað og þést. Í erindinu verður fjallað um útbreiðslu birkiskóganna, uppgræðsluaðgerðir og sögu beitarfriðunar á svæðinu.

Hrafnaþingið er haldið í húsi Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð, og hefst kl. 15.15.Björn Traustason