Mun meira hefur verið afhent af trjáviði til Elkem á Grundartanga en áætlað var samkvæmt 10 ára samningi sem gerður var milli Skógræktarinnar og Elkem árið 2010. Alls hafa um 2.750 rúmmetrar af föstu efni verið afhentir Elkem á árinu 2013.
Rétt fyrir jólin gerði Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austurlandi, fallega frétt um íslensk jólatré og ræddi við nokkra starfsmenn Skógræktarinnar.
Svo virðist sem fátt sé öruggari fjárfesting en uppvaxandi tré í ræktuðum hitabeltisskógi. Yfirleitt er hægt að treysta því að trén vaxi og alltaf er markaður fyrir trjávið og aðrar skógarafurðir. Hlutabréf sveiflast hins vegar í verði og þótt gull sé góð fjárfesting vex það ekki af sjálfu sér eins og trén.
Skógrækt ríkisins óskar lesendum vefsins www.skogur.is gleðilegrar jólahátíðar með óskum um gæfuríkt nýtt ár. Megi það verða frjósamt og gjöfult fyrir skógrækt og annað landbótastarf á Íslandi sem annars staðar í heiminum.
Nýjar rannsóknir á vatnabúskap í skógum og graslendi í Panama staðfesta það sem skógræktarfólk hefur þóst vita, að skógar tempra hringrás vatnsins, draga úr flóðahættu í bleytutíð og þurrkum í þurrkatíð.