segir Þröstur Eysteinsson í frétt Sjónvarpsins um íslensk jólatré

Í fréttinni er sýnt þar sem starfsmenn Skógræktar ríkisins eru að ganga frá bæjartré Bakkfirðinga til flutnings og fella stofutré úti í skógi. Rætt er við skógarhöggsmennina Bjarka Sigurðsson og Þorstein Þórarinsson. Einnig er rætt við Þröst Eysteinsson, sviðsstjóra þjóðskóganna, sem segir Íslendinga vel geta séð sjálfum sér fyrir jólatrjám með markvissri ræktun en þá verðum við að tileinka okkur ræktunaraðferðir svipaðar þeim sem Danir hafa þróað. Hér sé affarasælast að einbeita sér að stafafurunni þótt aðrar tegundir geti gengið með að einhverju marki. Frétt Sjónvarpsins má sjá hér.