Rannsóknir Kristins P. Magnússonar, erfðafræðings við Háskólann á Akureyri, sýna að það birki sem nú er að vaxa upp á Skeiðarársandi hefur að mestu leyti borist með fræi úr Bæjarstaðaskógi. Kristinn segir sandinn sýna að ekki sé nauðsynlegt að gróðursetja allt birki heldur geti náttúran séð um dreifinguna sjálf.
Árlegur þemadagur Nordgen verður haldinn með rafrænum hætti að þessu sinni. Þemað er kynbætur í skógrækt til að mæta þörfum framtíðarinnar. Skráning er öllum heimil.
Skæður faraldur furulúsar í skógarfuru hérlendis virðist hafa orðið til þess að efla mjög viðnámsþrótt íslenskrar skógarfuru gegn lúsinni. Þetta gæti verið afleiðing af mjög áköfu náttúruvali á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar þegar furulús skemmdi eða eyðilagði mikinn meirihluta skógarfurutrjáa sem gróðursett höfðu verið á landinu.
Á tímum kórónaveirunnar er fólk hvatt til útivistar ef aðstæður eru fyrir hendi. Því hefur Skógræktin á Hallormsstað rutt snjó í Trjásafninu á Hallormsstað til að fólk geti fengið sér göngutúr.
Nytjahlutir úr alaskavíði eru meðal þess sem nemendur í námskeiðinu Útikennsla og græn nytjahönnun hafa unnið á Menntavísindasviði HÍ nú á vorönninni. Þetta námskeið hefur nú verið haldið í hartnær tuttugu ár fyrir starfandi kennara og kennaranema. Vegna stöðugra vinsælda hefur það aldrei fallið út af listanum yfir valnámskeið sem í boði eru.