Skógræktin hvetur landsmenn til að leita huggunar gegn veirufárinu með því að knúsa tré. Reynið, og þið munuð finna!
Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars 2020 er helgaður skógum og líffjölbreytni. Skógræktin hefur gefið út stutt myndband í tilefni dagsins og sömuleiðis hefur skógasvið FAO sent frá sér myndbönd og fleira efni til að minna á mikilvægi skóga fyrir líffjölbreytni.
Jón Hilmar Kristjánsson ver meistararitgerð sína í skógfræði við náttúru- og skógadeild Landbúnaðarháskóla Íslands föstudaginn 27. mars. Ritgerðin nefnist „Áhrif blöndunar trjátegunda og gróðursetningaraðferða á lifun og vöxt 15 ára skógar á Suðurlandi“. Tengjast má vörninni rafrænt og taka þátt í umræðum.
Skógræktin innleiðir nýtt skipurit stofnunarinnar föstudaginn 20. mars 2020, sem er vorjafndægur. Nýja skipuritið endurspeglar betur nýlega sett lög um skóga og skógrækt og tekur tillit til reynslunnar sem fengin er frá því að stofnanir voru sameinaðar í Skógræktina árið 2016. Jafnframt eru loftslagsmál nú stærri þáttur í starfsemi stofnunarinnar en áður.
Vegna veirufaraldursins sem nú gengur yfir biður Skógræktin viðskiptavini og samstarfsfólk að stilla heimsóknum á starfstöðvar stofnunarinnar í hóf og nota frekar símann. Starfsfólk Skógræktarinnar er jafnframt hvatt til að nýta fjarfundabúnað sem mest og forðast eftir megni að koma saman á fundum. Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um sóttvarnir á starfstöðvum og heima við.