Myndir af sveppum sem þrífast á trjám og í skógum landsins prýða dagatal Skógræktarinnar fyrir árið 2021. Dagatalið má prenta út en því fylgja einnig myndir með innfelldum mánaðardögum sem fólk getur notað sem skjáborðsmynd á tölvum sínum og skipt um mánaðarlega.
Farfuglar og Dalur fjölskyldukaffihús í Laugardalnum í Reykjavík eru með jólamarkað fyrir jólin og selja m.a. íslensk jólatré. Í samvinnu við Skógræktina var útbúið veggspjald sem sýnir í stuttu máli yfirburði íslenskra jólatrjáa miðað við innflutt lifandi tré eða gervijólatré. Þetta eru sígild skilaboð. Gleðileg jól!
Stafafura, blágreni, rauðgreni, fjallaþinur og lindifura eru þær tegundir jólatrjáa sem til sölu verða laugardaginn 19. desember í Samfélagssmiðjunni á Egilsstöðum. Þessi litli markaður er örlítil sárabót fyrir jólamarkaðinn Jólaköttinn sem er árlegur viðburður eystra en fellur niður í ár vegna faraldursins.
Stefna stjórnvalda er að Ísland nái kolefnishlutleysi árið 2040 og hefur metnaðarfull aðgerðaráætlun í þeim efnum verið sett fram. Mikilvægast er að draga sem mest við getum úr losun og binda það sem uppá vantar með ýmsum aðgerðum. Þar kemur skógrækt sterk inn, því ýmsar rannsóknir sýna fram á að kolefnisbinding með skógrækt gefur mjög góða raun. Skógrækt á Íslandi „tikkar“ einnig í mörg box í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, en þeim er ætlað að vera ákveðið leiðarljós aðildarríka að bættum heimi.
Skógarbændur og skóg­ræktar­félög um allt land hafa lengi boðið upp á íslensk, nýhöggvin jólatré á aðventunni. Ræktun jólatrjáa hefur gengið einna best í bland við hefðbundna skógrækt og bætir afkomu skógarbænda talsvert. Líklegt er að fyrir þessi jól verði hlutdeild íslenskra trjáa um 20% af heildarsölunni að mati