Skógræktarfélag Eyfirðinga stendur nú á níræðu. Félagið var stofnað 11. maí 1930 og hefur starfað óslitið síðan. Félagar eru hartnær 400 talsins og félagið sinnir skógrækt á um það bil tíu svæðum við Eyjafjörð.
Athygli vekur hversu vel íslensk ösp kemur út í samanburðarmælingum á beygjutogþoli límtrésbita úr mismunandi íslenskum viðartegundum. Límtrésbitar úr íslensku timbri hafa verið þolprófaðar á vegum Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samvinnu við Límtré Vírnet og Skógræktina. Sérfræðingarnir Eiríkur Þorsteinsson og Jón Sigurjónsson skrifuðu um tilraunirnar í ársskýrslu Nýsköpunarmiðstöðvar og birtist greinin á Vísi 9. maí.
Laugardaginn 9. maí 2020 eru liðin 100 ár frá því samningur um friðun Þórsmerkur var full­gilt­ur. Friðunin var gerð að tilstuðlan bænda og ábúenda jarða í Fljótshlíð auk Oddakirkju sem afsöluðu sér beitirétti á Þórsmörk, fólu Skógræktinni að vernda svæðið fyrir beit, svo hægt væri að bjarga þeim birkiskógum sem þar var enn að finna. Birkiskóglendið hefur breiðst mik­ið út alla þessa öld en hraðast síðustu áratugina. Þetta er eitt merkilegasta náttúruverndar­verkefni Íslendinga á 20. öld.
Yfirlit um erfðavarðveislu skógartrjáa á Norðurlöndunum birtist nýlega í skýrslu skógasviðs norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar NordGen. Slík skýrsla hefur ekki komið út áður en henni er ætlað að varpa ljósi á það sem gert er í hverju landi fyrir sig, sýna hvernig megi útfæra áætlanir um erfðaauðlindir skóga og skilgreina möguleika og úrlausnarefni á komandi tíð.
Erfðanefnd landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki til rannsókna, lokaverkefna til prófs á háskólastigi, aðgerða sem stuðla að varðveislu og nýtingu erfðaauðlinda í landbúnaði eða kynningu og fræðslu til almennings um þessi efni.