Tíu trjátegundir hafa nú náð 20 metra hæð á Íslandi. Skógræktin hefur endurheimt votlendi og tjörnina þar sem lík Jóns Vídalíns biskups var þvegið. Stórkostlegt sumar var á Þórsmörk en sumarið var líka hagstætt sjúkdómum og skordýrum sem herja á tré. Margvísleg verkefni voru unnin á öllum sviðum Skógræktarinnar 2019. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í Ársriti Skógræktarinnar 2019 sem kom út fyrir nokkru. Ritið kemur nú út í fyrsta sinn á sérstökum ársskýrsluvef.
Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri spyr þessarar spurningar í annarri grein greinaraðar um kolefnismál og skóga sem birtist um þessar mundir í Bændablaðinu að frumkvæði Landssamtaka skógareigenda. Í greininni útskýrir hann fyrirbrigðið kolefni og bendir á nærtækustu og skilvirkustu leiðina til að ná kolefni úr lofthjúpi jarðar. Það er með því að vernda þá skóga sem fyrir eru, rækta nýja skóga og að auka vöxt þeirra. Í bolum trjánna er kolefnisforði sem getur verið bundinn þar í marga áratugi eða aldir.
Pistlahöfundur norska blaðsins Nationen um efnahagsmál, skógrækt og landnýtingu bendir á að binda megi kolefni með mun ódýrari hætti í skógi en með fyrirhugaðri niðurdælingu í gamlar olíulindir í Norðursjó. Hann segir kosta 50-100 norskar krónur að binda hvert tonn af koltvísýringi með skógrækt en að lágmarki 200-1700 krónur með niðurdælingunni.
Starfsfólk Skógræktarinnar á Hvanneyri nýtti góða veðrið í byrjun vikunnar til að safna fræi til ræktunar gæðaefniviðar til skógræktar fyrir komandi ár. Haldið var í Daníelslund við Svignaskarð þar sem vex falleg stafafura. Vel safnaðist af furufræi.
Út er komin ný skýrsla um áætlaða losun eða bindingu „eldri“ skóga á Íslandi næstu fimm árin. Skýrsluna unnu starfsmenn loftslagsdeildar rannsóknasviðs Skógræktarinnar.