Skógræktin og Landgræðslan standa saman að nýrri tilraun á Hólasandi þar sem kannað verða hvernig sjö tegundir belgjurta þrífast á sandinum með hjálp moltu. Markmiðið er að finna hentugar niturbindandi tegundir sem hjálpað geta birki að vaxa upp á örfoka landi.
Skógarnefnd FAO, COFO, kemur saman 5.-9. október á fundi sem halda átti í júní en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal viðfangsefna fundarins eru áhrif COVID-19 á skógargeirann í heiminum og hvernig bregðast megi við afleiðingunum en einnig verður rætt um skógrækt sem náttúrlega lausn gegn loftslagsvandanum, farið yfir undirbúning næstu alheimsráðstefnu um skóga og fleira.
Norrænt samstarf um skógarmál fagnar hálfrar aldar afmæli 16. september. Þetta samstarf fer fram undir merkjum skógasviðs NordGen og á afmælisdeginum er öllum boðið að taka þátt í rafrænni afmælishátíð þar sem sagan verður rifjuð upp, sagt frá vísindauppgötvunum og auðvitað skálað!
Skógræktin tekur þátt í Plastlausum september sem er árvekniátak á vegum grasrótarsamtaka um þennan viðburð til að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til daglega og leita leiða til að minnka notkunina. Starfsfólk Skógræktarinnar er hvatt til að kaupa frekar matvöru í pappaumbúðum en plasti, nota ekki einnota borðbúnað úr plasti og plokka rusl í umhverfi sínu.
Evrópulerki var gróðursett í sumar í nýjan frægarð í landi Tungu við Tumastaði í Fljótshlíð. Í reitnum eru 90 ágrædd tré af 39 klónum evrópulerkis. Með hlýnandi veðurfari gæti evrópulerki orðið hentug tegund til skógræktar á vissum svæðum hérlendis. Fyrstu fræin úr frægarðinum gætu þroskasteftir 10-15 ár.