Blæösp hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ein hinna fáu innlendu trjátegunda hérlendis. Blæösp er sjaldgæfust innlendra trjátegunda.
Reyniviður er um margt sérstætt tré. Til dæmis myndar reyniviður hvergi samfellda skóga þótt hann hafi verið á Íslandi frá því löngu fyrir landnám.
Endurmenntun LbhÍ auglýsir námskeið um sveppi og nýtingu sveppa laugardaginn 27. ágúst á Keldnaholti í Reykjavík. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki.
Birki var eina trjátegundin á Íslandi áður en landið byggðist sem myndað gat samfellt skóglendi. Formlegt heiti tegundarinnar á íslensku er ilmbjörk enda fyllir ilmur hennar vitin, einkum þegar hún laufgast á vorin og fram á sumar.
Formaður staðlaráðs segir Ísland aftarlega á merinni þegar samkeppnishæfni ríkja heimsins er mæld, ekki síst í samanburði við nágrannalöndin. Góðir staðlar eru lykillinn að samkeppnishæfni á alþjóðlegum mörkuðum og Skógræktin er nefnd sem einn þeirra aðila á Íslandi sem hafi áttað sig á þessu. Stofnunin hefur unnið að því undanfarin ár að koma upp stöðlum fyrir vottuð kolefnisverkefni.