Endurmenntun LbhÍ auglýsir námskeið um sveppi og nýtingu sveppa laugardaginn 27. ágúst á Keldnaholti í Reykjavík. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja fræðast um sveppi sem finna má á Íslandi og henta í matargerð og hvaða sveppir henta ekki.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur og skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er á formi fyrirlestra og sýnikennslu í greiningu og frágangi sveppa en í seinni hlutanum er farið út í skóglendi í verklega kennslu. Nemendur fara þá út ásamt kennara og fá aðstoð og kennslu við þær aðferðir sem notaðar eru til að tína matarsveppi. Þá læra nemendur að greina og hreinsa sveppi. Fjallað verður um helstu geymsluaðferðir sveppa og eins helstu nýtingarmöguleika.

Nemendum er bent á að klæða sig eftir veðri, taka með sér körfur eða fötur til að tína sveppina í, stækkunargler eða lúpur sem stækka 10x-20x, heppilegan hníf til að hreinsa sveppi með og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim. Þá er nemendum bent á að mæta með nesti fyrir hádegishlé og síðdegissnarl.

  • Kennari: Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur
  • Tími: Laugardagur 27. ágúst kl. 10-17 hjá LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og skóginum í kring
  • Verð: 33.000 kr. (innifalin eru námsgögn, kennsla og morgunkaffi, en ekki hádegismatur)

 Upplýsingar og skráning