Stefnumót verður við Múlatorg á Selfossi verður að Fossheiði 1 á Selfossi laugardaginn 16. júlí. Þar verður fagnað þrjátíu ára útgáfuafmæli tímaritsins Sumarhússins og garðsins. Auk skemmtiatriða verður opinn markaður þar sem um 25 seljendur verða með ýmislegt á boðstólum.
Páll Sigurðsson skógfræðingur stýrir í sumarlok námskeiði á vegum Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem kennd verða undirstöðuatriði í skógfræði. Námskeiðið verður bæði bóklegt og verklegt. Farið verður í vettvangsferðir í skóga, heimsóknir til stofnana og fyrirtækja og farið vítt og breitt um fagsvið skógræktar og landgræðslu á Íslandi.
Bæst hafa nýjar uppsprettur ævintýra við þá fjölbreyttu útivistarmöguleika sem Hallormsstaðaskógur býður gestum sínum. Settur hefur verið upp frisbígolfvöllur og sömuleiðis er þar komin fjallahjólaleið. Þá er líka hægt að fara í ratleik með snjallsímann í hönd.
Í nýju tölublaði af Riti Mógilsár, rannsóknasviðs Skógræktarinnar, fjallar Rakel Jónsdóttir sérfræðingur um svokallaða jónalekaaðferð sem notuð er til að meta frostþol skógarplantna og nýtist meðal annars vel til að meta hvort plöntur hafa öðlast nægilegt frostþol til að þola vetrargeymslu í frysti.
Skógræktin hefur ákveðið að færa eða fresta gróðursetningarverkefnum sem fara áttu fram í sumar jörðum í umsjón stofnunarinnar í Skorradal. Vonast er þó til þess að sátt náist við Skorradalshrepp um áframhaldandi gróðursetningu á jörðunum. Skógrækt á ríkisjörðum í Skorradal er hluti af stækkun þjóðskóganna sem gerist nú hraðar en verið hefur, meðal annars með nýju fjármagni innlendra og erlendra aðila.