Stefnumót verður við Múlatorg á Selfossi verður að Fossheiði 1 á Selfossi laugardaginn 16. júlí. Þar verður fagnað þrjátíu ára útgáfuafmæli tímaritsins Sumarhússins og garðsins. Auk skemmtiatriða verður opinn markaður þar sem um 25 seljendur verða með ýmislegt á boðstólum.

Hátíðin stendur frá klukkan 11 til 17 á laugardag og er öllum opin. Sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar verður Elmar Gilbertsson tenórsöngvari sem syngur fyrir gesti í Fossheiðargarðinum. Raftónlistardúettinn Huldumaður og víbrasjón spilar á þeramín og gítar og til sýnis verða til sýnis ljósmyndir sem Páll Jökull Pétursson ljósmyndari hefur tekið. Í boði verður sýning á exótískum dýrum. Froskasmalinn, Amanda MacQuin, leyfir gestum að skyggnast inn í allsérstakt áhugamál sitt. Goðlingar, afkvæmi norrænna guða, bjóða seið og lækningajurtir undan rótum Yggdrasils og Páll Jakob Líndal, dr. í umhverfissálfræði, ræðir við gesti um samspil fólks og umhverfis. Fræðsla, kynningar og sýningar á allskyns plöntum setja svip sinn á hátíðina og ásamt svo mörgu öðru.

Á markaðstorgið hafa verið bókaðir 25 aðilar sem bjóða til sölu vandað handverk, listmuni, vörur fyrir sumarhúsið og garðinn og ótal margt annað. Nokkur fyrirtæki verða með uppstillingar og dreifingu upplýsinga á markaðinum.

Sumarhúsið og garðurinn hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir umfjöllun um skóga og skógrækt á Íslandi þessi þrjátíu ár sem blaðið hefur komið út. Skógræktin óskar ritinu til hamingju með áfangann og bjartrar framtíðar.

Frétt: Pétur Halldórsson