Á dögunum voru Jón Auðunn Bogason, skógarvörður á Vesturlandi, og Valdimar Reynisson skógræktarráðgjafi á ferð í Stálpastaðaskógi í Skorradal í þeim tilgangi að velja tré til að fella í sérverkefni. Þeir rákust á sjálfsáðar plöntur í skóginum sem þeim þótti öðruvísi en það greni sem er að sá sér þarna. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru sáðplöntur af degli (Pseudotsuga menziesii). Þetta er að öllum líkindum fyrsti fundur slíkra plantna á Íslandi.
Tímamót hafa orðið í möguleikum einkafyrirtækja til aðgerða í loftslagsmálum með tilkomu Loftslagsskrár Íslands sem er eins konar kauphöll fyrir kolefniseiningar. Eignarhaldsfélagið Festi hf. hefur riðið á vaðið og skráð fyrsta vottaða kolefnisbindingarverkefnið í Loftslags­skrá samkvæmt gæðakerfinu Skógarkolefni. Í síðustu viku var skrifað undir samninga á Mógilsá, m.a. verksamning við Skógræktina um ráðgjöf og eftirlit með kolefnisskógrækt Festi hf. að Fjarðarhorni í Hrútafirði sem verður fyrsta verkefni íslensks fyrirtækis af þessum toga. Áhugi á vottaðri kolefnisjöfnun meðal fyrirtækja, segir skógræktarstjóri.
Skógasvið norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar NordGen fagnar nú ásamt samstarfsaðilum sínum hálfrar aldar samstarfi norrænnar samvinnu um rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði skóga og skógræktar. Afmælisráðstefna sem til stóð að halda með hefðbundnu sniði í Elverum í Noregi 22.-23. september í haust verður með fjarfundasniði vegna stöðu veirufaraldursins.
Skógræktarfélag Íslands hefur útnefnt gamlan hegg við Rauðavatn í Reykjavík tré ársins 2021. Heggurinn stendur á svæðinu þar sem ein fyrsta trjáræktarstöð landsins hóf starfsemi árið 1901 og er að öllum líkindum sprottinn upp af rótum trés sem gróðursett var þar í upphafi.
Fulltrúar úr forystusveit hollenska fyrirtækisins Land Life hafa verið á ferð um landið undanfarna daga í fylgd skógræktarstjóra og fagmálastjóra Skógræktarinnar. Land Life hefur nú gert samninga við Skógræktina um endurreisn skóglendis á þremur stöðum og hefur áhuga á frekari verkefnum hérlendis.