Mynd af vef NordGen
Mynd af vef NordGen

Skógasvið norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar NordGen fagnar nú ásamt samstarfsaðilum sínum hálfrar aldar samstarfi norrænnar samvinnu um rannsóknir og þekkingarmiðlun á sviði skóga og skógræktar. Afmælisráðstefna sem til stóð að halda með hefðbundnu sniði í Elverum í Noregi 22.-23. september í haust verður með fjarfundasniði vegna stöðu veirufaraldursins.

„Látum söguna spegla framtíðina – 50 ára þekking og miðlun stuðli að sem bestum norrænum skógum í þágu loftslags framtíðarinnar.“ Eitthvað á þá leið gæti íslensk þýðing hljóðað á yfirskrift 50 ára afmælisráðstefnu skógasviðs NordGen.

Ráðstefnan er opin þátttakendum frá öllum Norðurlöndunum auk Eystrasaltsríkjanna. Fyrirlestrar verða allir haldnir á ensku. Skráningu lýkur 15. september. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá hennar, gistimöguleika og fleira slíkt er að finna á vef norsku lífvísindastofnunarinnar NIBIO.

Upplýsingar og skráning

Texti: Pétur Halldórsson