Hreinn Óskarsson flytur þriðjudagskvöldið 8. nóvember erindi í sal Garðyrkjufélags Íslands um áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar. Hann lýsir því hvernig birki lifir öskufall af og lýsir aðferðum við skóggræðslu á örfoka landi í grennd við Heklu.
Fólk sem starfar að kynningarmálum hjá skógrannsóknarstofnunum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hittist nýlega á fundi í Uppsölum í Svíþjóð. Markmið fundarins var að deila reynslunni af því að koma rannsóknarverkefnum á framfæri við ólíka hópa...
Norrræna ráðherranefndin hefur um langt árabil leitast við að stuðla að góðum samskiptum stofnana og starfsmanna  milli Norðurlandanna og veitir árlega styrki til svokallaðar skiptidvalar. Kominn er út bæklingur um norræn starfsmannaskipti.
Tveir stuttir fyrirlestrar um rannsóknir á sjálfsáningu trjátegunda verða haldnir á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, lýsir því með skilmerkilegum hætti í nýju myndbandi hvernig safna má fræi af stafafuru og sá því með svepprótasmiti í ógróið land. Árangurinn af slíkum sáningum er mjög góður og trén verða jafnvel betri og rótfastari en þegar gróðursettar eru bakkaplöntur.