Að breyta til og starfa um hríð með starfsystkinum annars staðar á Norðurlöndunum er fræðandi, upply…
Að breyta til og starfa um hríð með starfsystkinum annars staðar á Norðurlöndunum er fræðandi, upplyftandi og víkkar sjóndeildarhringinn.

Tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn

Norrræna ráðherranefndin hefur um langt árabil leitast við að stuðla að góðum samskiptum stofnana og starfsmanna  milli Norðurlandanna og veitir árlega styrki til svokallaðar skiptidvalar. Kominn er út bæklingur um norræn starfsmannaskipti sem fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnti 27. október í bréfi til stofnana ríkisins.

Þegar efnt er til starfsmannaskipta dvelur starfsmaður stofnunar i einu landi skamma hríð hjá stofnun i öðru landi með styrk fra Norrænu ráðherranefndinni, en heldur launum sínum hjá heimastofnun á meðan. Norræna ráðherranefndin gefur bæklinginn út og þar er að finna nánari upplýsingar um skiptidvölina. Einnig má nálgast upplýsingar um allan umbúnað og tilhögun á vefsíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins eða þeirri slóð sem gefin er upp i bæklingnum.

Umsóknarfrestur um styrkveitingu á árinu 2017 rennur út 30. nóvember 2016. í bréfi ráðuneytisins segir að þessi skipti komist ekki á nema stofnun starfsmanns og viðtökustofnun kornist að samkomulagi en frumkvæði geti komið frá starfsmanni eða öðrum. Ástæða sé til að hvetja alla til að víkka sjóndeildarhringinn og læra af öðrum með því að nýta sér þá möguleika sem skiptidvöl býður upp á. Á tímum aukinnar framhaldsfræðslu er þetta spennandi viðbót við formlegt nám og stuðningur við framþróun stofnana, segir enn fremur í bréfinu.

Texti: Pétur Halldórsson