Birki að springa út þakið ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Mynd: Hreinn Óskarsson
Birki að springa út þakið ösku úr Eyjafjallajökulsgosinu 2010. Mynd: Hreinn Óskarsson

Erindi Hreins Óskarssonar í Sal Garðyrkjufélags Íslands

Skógfræðingurinn Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar og framkvæmdastjóri Hekluskóga, flytur erindi um áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 Reykjavík þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19.30. Þar lýsir hann í máli og myndum þeim eiginleikum birkis að geta vaxið þótt það verði fyrir öskufalli vegna eldshumbrota. Einnig lýsir hann því hvernig hefta má öskufok með skógrækt en það er einmitt eitt af markmiðunum með ræktun Hekluskóga. Til þess að ná þessu markmiði þarf þó fyrst að glíma við að koma skóginum upp í vissa hæð og þéttleika og um það ræðir Hreinn jafnframt í erindi sínu.

Fræðslufundurinn verður haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands Síðumúla 1. Í Reykjavík (gengið inn á jarðhæð frá Ármúla). Allir eru velkomnir en aðgangseyrir er 750 krónur.

Fundurinn er samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar.