Stafafura sem hefur sáð sér út í furulundi í Einkunnum á Mýrum. Mynd: Pétur Halldórsson
Stafafura sem hefur sáð sér út í furulundi í Einkunnum á Mýrum. Mynd: Pétur Halldórsson

Fyrirlestrar á Mógilsá

Tveir stuttir fyrirlestrar um rannsóknir á sjálfsáningu trjátegunda verða haldnir á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10. Þar fjallar Dennis Riege um niðurstöður úr rannsókn sem hann stóð að ásamt Skógræktinni sumarið 2015. Síðan kynnir Jörgen Rudolphi þær rannsóknir sem hann hefur unnið að undanfarin ár en hann hefur verið að skoða náttúrulega útbreiðslu stafafuru, m.a. í Svíþjóð.

Dennis Riege er prófessor við Maryland-háskóla í Bandaríkjunum en  Jörgen Rudolphi vísindamaður við Landbúnaðarháskólann í Svíðþjóð (SLU). Fyrirlestrarnir verða á ensku.

Allir eru velkomnir.