Í eins árs átaksverkefni sem umhverfis- og auðlindaráðherra ýtti úr vör í gær á að leita eftir viðhorfi bænda til núverandi stuðningskerfis í skógrækt og hvort það megi betur laga að þörfum bænda í hefðbundnum búskap. Sjö milljónum króna verður varið til verkefnisins á næsta ári og hefur Skógræktinni verið falin umsjón þess.
Nýlega voru tveir góðir starfsmenn Skógræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal kvaddir eftir áratuga farsæl störf, hjónin Guðrún Jónsdóttir og Guðni Þorsteinn Arnþórsson.
Með vefjarækt hefur tekist að klóna fjölda trjátegunda, þar á meðal elstu rauðviðartrén eða risafururnar sem vaxa á vesturströnd Norður-Ameríku. Vonir standa til að breiða megi aftur út rauðviðarskógana þannig að þeir geti á ný fóstrað fjölbreytileg vistkerfi á landi, í vötnum og í sjó. Aukin skógarþekja á jörðinni er nauðsynleg til að mannkynið geti áfram þrifist.
Í þverfaglega Cost-verkefninu CLIMO er hugað að bættu lífsviðurværi fólks sem býr við og nýtir fjallaskóga, aukinni aðlögun og þoli fjallaskóga á tímum loftslagsbreytinga og hvernig fjallaskógar geta sem best mildað áhrif loftslagsbreytinganna.
Markmiðið með GenTree er að vinna fyrir skógargeirann í Evrópu með því að afla betri þekkingar, þróa nýjar aðferðir og tæki til að ná sem bestum árangri við stjórn skógarauðlindanna og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda evrópsku skóganna. Þetta er gert í...