Nýtt efni sem stöðvar toppvöxt barrtrjáa gæti komið að góðum notum til að stýra vaxtarlagi og þéttleika jólatrjáa. Virka efnið eru hormón sem framleidd eru með hjálp sveppa og það er sagt skaðlaust í náttúrunni.
Viðræður eru hafnar milli Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, sveitarfélagsins Ölfuss og Skógræktarfélags Íslands um uppgræðslu í nágrenni Þorlákshafnar. Áhugi er á verkefninu ef til þess fæst fjármagn.
Vistfræðilegar aðferðir til að minnka náttúruvá eru viðfangsefni dr Virginiu Dale í fyrirlestri sem hún flytur miðvikudaginn 19. október í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar ræðir hún um þann lærdóm sem draga má af gosinu í eldfjallinu St. Helens 1980.
Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar um græna trefilin verður rædd á opnum fundi með borgarfulltrúum sem Íbúasamtök Kjalarness hafa boðað til 10. nóvember. Íbúar eru hrifnir af uppgræðslunni í Esjuhlíðum og fagna skjólinu.
www.efi.int/portal/policy_advice/publications/from_science_to_policy/ ...