Skógrækt ríkisins sendir skógræktarfólki og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Skógrækt ríkisins í Haukadal býður gestum jólahlaðborðs Hótel Geysis að koma í skóginn og fella sér jólatré. Áætlað er að allt að fimmtánhundruð manns hafi heimsótt skóginn síðustu vikur af þessu tilefni.
Hinn 15. desember sl. varði Helga Ösp Jónsdóttir M.Sc. verkefni sitt í plöntusjúkdómafræði við Kaupmannahafnarháskóla.
Eins og við sögðum frá fyrr í vikunni var Ártúnsskóla veitt viðurkenning fyrir ötult starf í skógartendu útinámi í tilefni af alþjóða ári skóga. Hér má sjá myndir frá afhendingunni.
Í dag mun mennta- og menningarmálaráðherra afhenda Ártúnsskóla viðurkenningu fyrir ötult starf í skógartendu útinámi í tilefni af alþjóða ári skóga og fyrsta eintak myndarinnar Skógurinn og við.