Í dag kl. 14:30 mun Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenda Ártúnsskóla í Reykjavík viðurkenningu fyrir ötult starf í skógartendu útinámi í tilefni af alþjóða ári skóga. Af sama tilefni mun ráðherra afhenda skólanum fyrsta eintak myndarinnar Skógurinn og við en myndin verður í framhaldinu send til allra grunnskóla landsins ásamt leiðbeiningum um skógartengd verkefni.

Börn í 1. og 2. bekk skólans taka þátt í athöfninni. Þau sóttu jólatré skólans í grenndarskóginn sinn og gróðursettu rauðgrenitré í staðinn. Rauðgrenitrén eru sprottin af fræjum úr könglum Oslóartrésins sem stóð á Austurvelli árið 2007 og voru ræktuð í Ræktunarstöð umhverfissvið Reykjavíkurborgar í Fossvoginum. Börnin munu færa gestum gjafir skógarins af þessu tilefni.


Texti: Alþjóðlegt ár skóga á Íslandi
Mynd: EÖG