Ertu að föndra fyrir jólin? Í skóginum má finna allskyns fallegt og ódýrt föndurefni.
Alþjóðlegt ár skóga á Íslandi stóð fyrir samkeppni um hönnun duftkers úr íslenskum við. Um helgina voru úrslit í keppninni tilkynnt og verðlaun afhent.
Trjávespa hefur fundist hér á landi í rúmlega hundrað ár en ekki hefur verið ljóst hvort hún hefur lifað hér sem flökkudýr eða tekið sér bólfestu í íslenskum skógum. Á Mógilsá hefur lirfa vespunnar nú borað sig inn í bol Evrópulerkis.
Þrjú skógarnytjanámskeiðið undir yfirskriftinni Græn húsgagnagerð hafa verið haldin á síðustu vikum, tvö á Suðurlandi og eitt í Vaglaskógi.
Námskeiðið Útinám og græn nytjahönnun er tíu eininga fjarnámsvalnámskeið á meistarstigi sem nú er haldið í þriðja skipti á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.