Skógarnytjanámskeiðið Græn húsgagnagerð hefur verið fjölsótt hjá Landbúnaðarháskólanum. Haldin hafa verið þrjú slík námskeið á síðustu vikum, tvö á Suðurlandi og eitt í Vaglaskógi. Þátttaka hefur verið mjög góð og biðlistar myndast. Þátttakendur hafa komið úr ýmsum áttum, kennarar eru áberandi, smiðir, handverksfólk, bændur og aðrir sem hafa hug á að nýta efni úr nærumhverfinu og koma upp aðstöðu til útivistar, s.s. með smíði garð og skógarhúsgagna.

Á námskeiðunum er unnið með skógarefni sem öllu jafna fellur til við grisjun í görðum eða skógarreitum. Notaðar eru greinar, fjalir og viðarsneiðar úr ýmsum algengum trjátegundum og nýting valin m.t.t. styrks og eiginleika. Þjálfun í tálgutækni og notkun bithandverksáhalda er áhersluþáttur á námskeiðinu en einnig eru notaðar borvélar við að ydda greinar við að setja saman greinar og fjalir. Gerðar eru litlar frummyndir af ýmsum gerðum húsgagna og leiktækja sem ýmisst má vinna sem leikföng, s.s. dýr, fígúrur eða í búgarðagerð.

Námskeiðin halda áfram á nýju ári og er þegar fullbókað á fyrstu námskeiðin.

frett_23112011_8

frett_23112011_6

frett_23112011_5

frett_23112011_3

frett_23112011_2

frett_23112011_11

frett_23112011_10


frett_23112011_1

Myndir og texti: Ólafur Oddsson