Námskeiðið Útinám og græn nytjahönnun er tíu eininga fjarnámsvalnámskeið á meistarstigi sem nú er haldið í þriðja skipti á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð á valnámskeiðum í kennaranámi, hafa námskeið Lesið í skóginn haldið velli. Þau hafa verið afar vel sótt undanfarin ár og auk þess hafa verið haldin sumarnámskeið fyrir atvinnulausa stúdenta.

Á námskeiðunum er lögð mikil áhersla á verklega skógartengda útinámsþáttinn og hefur nemendum líkað sá háttur vel. Á þessu námskeiði komu nemendur víða að og því með fjölbreytta reynslu. Flestir hafa starfað sem kennarar í ólíkum skólum og skólastigum.

Námið er blanda af fræðilegum og verklegum æfingum en fyrst fremst þjálfun í að tengja saman kenningar við hagnýtar leiðir og verkefni í skógartengdu námi. Skipulag grenndarskóga og fjölbreytt verkefni er grunnurinn að skipulegu útinámi nemenda á þessu námskeiði. Í tálguverkefnum nemenda má sjá fjölbreytta útfærslu og góða nýtingu á efnislitlum skógarafurðum í hálsmenum og smjörhnífum.

frett_21112011_2

frett_21112011_1

frett_21112011_3

Texti og myndir: Ólafur Oddsson